Fallegur Birkimelur handan við hornið

Í dag brirtist frétt á vefmiðlinum Vísi.is um breytingar á Birkimel þar sem verið er að leggja gangstétt, hjólastíga og bæta aðstöðu fyrir strætófarþega.
Margir setja sig á móti þessum breytingum á götunni og tala um aðför gegn bílnum.
Nú skulum við aðeins horfa á málið frá öðru ljósi heldur en bara úr bílstjórasætinu :
Öll borgin hefur meira og minna verið byggð fyrir bíla.
Það hefur verið ausið tugum milljarða í að byggja stór bílamannvirki fyrir bíla, gera stórar og breiðar akbrautir inn í miðjum íbúðahverfum (Hringbrautinni m.a.) og fleira.
 
Að sjálfsögðu er það gott að eyða peningum í aðstöðu fyrir bíla, enda hefur bíllinn veitt okkur mikið frelsi.
Og frelsi er jú mikilvægt í samfélaginu, enda er lífið ekki til að vinna, heldur til að njóta lífsins sem við höfum
 
Hinsvegar er ekkert sem réttlætir það að eyða bara skattfé borgarbúa í aðstöðu fyrir bíla en ekki fyrir aðra ferðamáta.
Uppúr 1960 var mikil eftirspurn frá fólki að hér yrði gerð góð aðstaða fyrir bíla, sem þá voru farnir að ryðja sér til rúms hér á landi.
Eða "orðnir vinsælir hér á landi" eins og það heitir á nútíma íslensku.
Þá stóð m.a. til að rífa allt grjótaþorpið til að tengja Geirsgötuna beint inn á Túngötuna.
 
Leifar af þessu skipulagi má sjá ofan á Tollstjórahúsinu þar sem Kolaportið er.
Þar lá um tíma hraðbraut upp á húsið sem átti svo að tengjast í gegnum grjótaþorpið inn á Túngötuna og áfram upp á Hofsvallagötuna.
Grettisgötuna átti svo að tengja beint við Skólabrú og áfram eftir Kirkjustrætinu og inn á Túngötuna, og átti að rífa mörg hús í þingholtunum til að það gengi eftir.
Sem notabene er ástæðan fyrir því að Grettisgatan milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar er tvíbreið.
Leifar af skipulagi sem aldrei varð að veruleika.
Hverfisgötuna átti svo að breikka í 4 akreinar og rífa niður hús öðru megin götunnar til að það gengi eftir.
 
M.a.s á þeim tíma sáu menn (og konur) hversu galin hugmynd þetta var, og voru margir íbúar í miðbænum sem mótmæltu þessu.
Í kjölfarið var hætt við þessi áform.
Þetta var upp úr 1960 fyrir um 50 árum síðan.
í dag er árið 2018 og enn fleiri farnir að sjá að það gangi ekki endalaust að þenja gatnakerfið út.
 
Í dag er eftirspurnin eftir því að kjörnir fulltrúar eyði meiri pening í aðstöðu fyrir gangandi, hjólandi og Strætó orðin mikil frá fólki.
 
Öfugt við árið 1960 þegar eftirspurnin eftir fleiri akbrautum fyrir bíla var mikil.
 
hjolastigurÁrið 2012-2013 var t.a.m. gerður aðskilinn hjólastígur meðfram Suðurlandsbrautinni frá Höfðatúni og austur að Elliðaám.
Fyrir árið 2012 sáust mjög fáir á hjóli meðfram Suðurlandsbrautinni.
í dag er þetta ein vinsælasta hjólaleið landsins.
2009 / 2013 var svo gerður hjólastígur meðfram sjónum og Fossvgogsdal. Þ.e.a.s frá Skerjafirði og alveg að Elliðaárdal.
Eftir að sá hjólastígur kom jókst umferð hjólandi á þessum stað gríðarlega.


 
hverfisgataBreytingarnar sem gerðar voru á Hverfisgötu 2013 - 2015 voru líka mjög vel heppnaðar og er Hverfisgatan orðin að fallegri götu, þótt það sjáist ekki ennþá útaf öllum húsunum sem verið er að byggja.
Sem já notabene, er einmitt ástæðan fyrir því að verið er að byggja þar.
Margir hafa, eftir breytingar á götunni, sóst eftir að fá að vera með starfsemi í nýju húsunum við Hverfisgötu og fá að byggja við götuna.
En sú tilviljun að um leið og búið var að breyta götunni í fallega nútíma götu hafi margir viljað byggja þar og viljað vera með starfsemi þar. Jahérna!
 
Slíkt hið sama má segja um Borgartún.
Fyrir breytingar á Borgartúni sást varla nokkur maður (eða nokkur kona) á gangi eða á hjóli þar.
Eftir breytinguna er fullt af gangandi og hjólandi fólki þar, og mörg fjármálafyrirtæki flutt starfsemi sína þangað.
Rauðu ljósastaurarnir hafa líka verið dásamaðir af mörgum ferðamanninum sem á leið þar um.
 
borgartun1Margir hafa látið í veðri vaka að Borgartúnið hafi verið "þrengt" og akreinum og bílastæðum hafi verið fækkað.
Fyrir breytinguna á Borgartúninu 2014 voru 2 akreinar eins og er í dag.
1 akrein í hvora átt. Fyrir breytingu : 2 akreinar. Eftir breytingu : 2 akreinar.
 
Margir láta líka í veðri vaka að sú bílaumferðarteppa sem myndast síðdegis sé útaf því að bílastæðum var fækkað í Borgartúninu.
Bílastæðum var vissulega fækkað um nokkur stæði og útskot fyrir Strætó voru fjarlægð til að breytingarnar gætu gerst.
 
Strætó kemur á meðaltali á um 10 mínútna fresti og stoppar í um 10 sekúndur að meðaltali til að taka upp og skila farþegum.
Sem þýðir því að þeir sem sitja í bílum sínum þurfa að bíða í um 10 sekúndum lengur en ella. Hræði-legt!
 
Semsagt af því að Strætó stoppar í götunni sjálfri á 10 mínútuna fresti í um 10 sekúndur, þá myndast á 10 sekúndum bílaumferðarteppa allt frá Nóatúni og að Kringlumýrarbraut ? Uhh, Nei!
 
Það má líka telja nokkuð öruggt að bílaumferðarteppan sem myndast síðdegis sé ekki vegna þess að fólk finni ekki bílastæði eða af því þeim var fækkað, enda eru margir ekki að leita að bílastæðum þegar búið er að loka fyrirtækjunum og stofnununum síðdegis. Þetta fólk er flest á leiðinni heim og fáir að pæla í bílastæðum.
 
Sesmagt : Bílaumferðarteppan í Borgartúni síðdegis sem nær frá Nóatúni og að Kringlumýrarbraut myndast ekki af því að Strætó stoppar á 10 mínútna fresti í að maðaltali í um 10 sekúndur.
Ekki af því að bílastæðum var fækkað og ekki af því að akbrautir eru 2 eins og var fyrir breytingu.
 
Og hver er þá ástæðan fyrir því að þessi teppa er sídðegis ?
 
Jú, eins og í tilviki Hverfisgötu þá voru margir aðilar sem fluttu starfsemi sína í Borgartún eftir breytingarnar.
Og þá aðalega stór fjármálafyrirtæki og stofnanir.
Og eftirspurnin eftir aðstöðu aukist.
Sé einhver með hugmyndir um hvernig eigi að koma fyrir 4 akreinum fyrir bíla, gangstéttum og hjólastígum beggja megin, og sama bílastæðafjölda í götu þar sem er um 34 metrar á milli húsa, þá er viðkomandi velkomið að hafa samband við fullkomnunarsvið borgarinnar.
Hið sama má segja um breytingar á suðurhluta Grensásvegar.
Mjög góðar breytingar.
 
Og hvernig í ósköpunum tengist rampur upp á Tollstjórahúsið, Hverfisgata og Borgartún breytingum á Birkimel vestur í bæ ?
Jú, umræðan um Birkimel er að mestu leyti sú sama og var um þessar götur fyrir skömmu síðan.
 
Þ.e.a.s að verið sé að þrengja að bílnum með því að endurnýja gangstéttir, setja hjólastíga og bæta aðstöðu fyrir Strætófarþega - þótt umræddar breytingar hafi varla snert aðstöðu fyrir bíla á nokkurn hátt svo sjáanlegt sé.
 
Og gera umhverfi gatna manneskjulegra og betra.
 
Í tilviki Birkimels :
Hvað nákvæmlega er slæmt við það að endurnýja gangstétt sem var seinast endurnýjuð fyrir hvað 50 árum eða svo ?
 
Hvað nákvæmlega er slæmt við það að gera hjólastíg og svara síaukinni eftirspurn eftir aðstöðu fyrir hjólafólk ?
Og þeir sem vilji keyra á bíl geti gert það án þess að þurfa að taka framúr hjólafólki á götunum, sem er algengt að sjá í miðbæ Reykjavíkur. ?
 
Hvað nákvæmlega er slæmt við það að setja upp nýja ljósastaura í staðinn fyrir gömlu 50 ára gömlu ljósastaurana sem voru að byrja að ryðga ?
Og setja upp fallega lýsingu eins og í Borgartúninu og suðurhluta Grensásvegar í staðinn fyrir appelsínugulu lýsinguna sem notuð er á hraðbrautum ?
 
Hvað nákvæmlega er slæmt við það að bæta aðstöðu fyrir Strætófarþega þannig að Strætóskýli séu beint á móti hvoru öðru en ekki langt frá hvoru öðru ?
Það er ekki eins og það sé verið að setja þrengingu í Ártúnsbrekkuna, Reykjanesbrautina eða Hafnarfjarðarveginn.
Þetta er íbúðagata þar sem er mjög lítil umferð!
 
Það er svo furðuleg andúð hjá sumum í garð Dags B Eggertssonar og borgarstjórnar að það er ekki einu sinni fyndið.
 
Allar þessar breytingar eru til þess að auka frelsi fólks í borginni og gera fólki kleift að ferðast á milli staða með þeim hætti sem það vill.
Það er ekki hlutverk valdhafa og kjörna fulltrúa að ráðskast með líf fólks og segja fólki hvað það eigi að gera.
Lífið snýst um frelsi og það að fólk eigi að hafa val.
 
Bæjarstjórnir í Kópavogi og Garðabæ þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er við völd eru með þetta á hreinu og hafa gert góða hjólaleið meðfram Hafnarfjarðarvegi í sínum bæjarhlutum og mætt síaukinni eftirspurn frá fólki eftir betri aðstöðu fyrir hjól.
Það sem margir í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og stuðningsaðilar þess flokks vilja ekki sjá.
Og að lokum : Undirritaður var á kynningarfundi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Háteigsskóla í Hlíðum í gær þar sem margt áhugavert kom fram.
M.a. kom athugasemd frá einum aðila þar sem gagnrýnt var hvernig sumir andstæðingar Sjálfstæðis töluðu um flokkinn.
Ma. um "sjalla" og orðið "sjálfstæðismenn" í neikvæðum skilningi, og að það ætti að hætta að brosa bara út í fólk sem talar eða skrifar svona.
Þetta var ágætis athugasemd.
Undirritaður telur sig vera sjálfstæðismann í þeim skilningi að ég vil að fólk hafi val í samgöngum um það hvernig það eigi að fara á milli staða og er stuðningsaðili Viðreisnar hvað sjálfstæði varðar.
Það væri góð byrjun þá allaveganna hvað Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík varðar og yfirlýsta stuðningsaðila þess flokks, allaveganna til þeirra sem tala með þeim hætti, að hætta að setja sig svona mikið á móti löngu tímabærum breytingum á götum.
 
Þeir sem kjósa þægindi og vilja fara um á bíl geti komist um á bíl.
 
Þeir sem vilji fara um gangandi og/eða á hjóli og fengið hreyfingu áður en farið er í vinnnu eða úr vinnu og sparað pening, geti gert það á góðum gangstéttum og góðum hjólastígum með góðum þverunum yfir götur.
 
Þeir sem vilji fara um með Strætó og láta aðra keyra fyrir sig og sparað pening geti farið með Strætó og Strætó verði ákjósanlegur ferðamáti.
 
Það er ekki hluti valdhafa að ráðskast með líf fólks og gera bara ráð fyrir einum ferðamáta.
 
Framboð ræðst að eftirspurn og eftirpsurn frá fólki í borginni eftir betri aðstöðu fyrir gangandi,hjólandi og Strætó hefur aukist ár frá ári.
Lifi frelsi í samgöngum. Lifi frelsið!
 
Ó.S.R

https://odinnsr.blog.is/blog/odinn_snaer/entry/2216268

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

odinn1

Höfundur

Óðinn Snær Ragnarsson
Óðinn Snær Ragnarsson

Um mig : https://odinn1.blog.is/blog/odinn1/entry/2218894/

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • innvidirvssamkeppni

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband